






Biðin er á enda! Fyrsti leikur í Pepsi-Max deildinni verður á morgun kl.16 á Norðurálsvelli. Mikil tilhlökkun er hjá öllum sem koma að félaginu, en biðin eftir þessum fyrsta leik hefur verið ansi löng. Þó hefur ekki vantað skemmtilegheitin, undirbúningstímabilið var gjörsamlega geggjað hjá strákunum og lofar góðu fyrir átökin framundan í deild þeirra bestu. Við treystum á að sjá alla á vellinum á morgun!
Fjöldi fólks hefur verið að kaupa ársmiða í gegnum heimasíðu félagsins og á skrifstofu, en miðarnir sem seldir eru í gegnum heimasíðu verða aðgengilegir á skrifstofu félagsins og í miðasöluskúr á leikdögum.
Mætum með alvöru læti í leikinn á morgun og styðjum strákana áfram til sigurs!
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is