






Heiðursviðurkenning KFÍA: Áslaug Ragna Ákadóttir
Áslaug hóf ung að leika knattspyrnu fyrir ÍA og varð síðar einn af lykil leikmönnum liðsins um árabil. Hún sýndi snemma mikla knattspyrnuhæfileika og var áberandi upp alla yngri flokkana.
Áslaug varð Íslandsmeistari með 2. og 3.flokki og lék hún sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍA árið 1993 og varð hún bikarmeistari með liðinu það sama ár. Áslaug lék 149 leiki og skoraði 98 mörk fyrir ÍA. Hún var fasta maður í yngri landsliðum Íslands, þar af spilaði hún 8 leiki með U 21 árs liðinu.
Áslaug hefur einnig starfað fyrir félagið sem þjálfari yngri flokka ásamt því að hafa setið í stjórnum og ráðum á vegum félagsins.
Skemmtilegt að segja frá því að myndin er af þeim mæðgum, Áslaugu og Bryndísi Rún frá árinu 2014 þar sem þær tóku báðar þátt í leik í Lengjubikar og svo síðar sama ár í leik í Pepsi deildinni þar sem Áslaug kom inná fyrir Bryndísi. Það er sönn ánægja að veita Áslaugu heiðursviðurkenningu KFÍA og þakka Áslaugu fyrir hennar framlag til Knattspyrnufélags ÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is