Flokksráð KFÍA

Flokksráð KFÍA

Flokksráð KFÍA


Þjálfarar hafa frumkvæði að stofnun flokksráða í hverjum flokki yngri flokka félagsins á hverju hausti. Flokksráð skal skipað a.m.k. þremur foreldrum eða forráðamönnum í hverjum flokki, frá yngra og eldra ári. Flokksráð starfa sjálfstætt en heyra undir Barna- og unglingaráð (BUR). Flokksráð er tengiliðir við BUR og starfar í samvinnu við iðkendur, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara.

Stefna KFÍA er að það sé til staðar flokksráð í öllum yngri flokkum félagsins.


Helstu verkefni flokksráða:


  • Flokksráð skal vera að lágmarki 3ja manna hópur foreldra/forráðamanna (samanstendur af yngra og eldra ári), sem eru tengiliðir við KFÍA, iðkendur, foreldra og þjálfara, skal ráðið velja sér talsmann, sem annast helstu samskipti við félagið
  • Flokksráð sinnir mikilvægum verkefnum við undirbúning mótahalds, keppnisferða, fjáraflanir og önnur verkefni þar að lútandi fyrir viðkomandi flokk
  • Talsmaður flokksráðs er tengiliður við skrifstofu KFÍA sem sér um að samræma fjáraflanir flokkanna
  • Skipuleggja atburði utan hefðbundinna æfinga og félagsstarf sem stuðlar að uppbyggingu hópsins í samráði við foreldra
  • Stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi starfi knattspyrnu á Akranesi
  • Vera í góðu samstarfi við þjálfara viðkomandi flokks vegna leikja, undirbúnings leikja og keppnisferða
  • Foreldrar/forráðamenn skulu að öllu jöfnu kosta ferðir og uppihald á mót (Íslandsmót, Faxaflóamót, TM mót, Orkumót, N1 mót, Símamót, Rey cup o.fl.) og flokksráð kemur af stað fjáröflunum til að standa straum af kostnaði. Foreldrar/forráðamenn greiða 2.500kr per barn per skemmtimót (helgarmót) fyrir þjálfarakostnað. KFÍA greiðir fyrir þjálfara á mót á vegum KSÍ.
  • Flokksráð skulu halda utan um fjáraflanir flokka. Bankareikningar skulu vera á kennitölu knattspyrnudeildar með samþykki stjórnar og koma fram í bókhaldi hennar. Einn fulltrúi úr hverju flokksráði ber ábyrgð á bankareikningi hvers flokks. Óheimilt er að skuldsetja hópa vegna ferðalaga erlendis eða innanlands nema með samþykki stjórnar. Upplýsa skrifstofu KFÍA um hvaða fjáröflun er farið í.
  • Flokksráð skal upplýsa aðra foreldra/forráðamenn um þær fjáraflanir og starfsemi sem í gangi er hverju sinni, hægt að nota Sportabler eða stofna flokkssíðu á samfélagsmiðlum eftir því hvað hentar.
  • Skipuleggja ferðir flokka á Íslandsmót og æfingamót í samvinnu við þjálfara. Reynt verði að koma því við að ferðast á einkabílum á mótin sé þess kostur, að öðrum kosti panta rútu í samstarfi við þjálfara/skrifstofu. Kostnaður innheimtur í Sportabler.
  • Tengiliður flokksráða fundar með Barna- og unglingaráði KFÍA einu sinni yfir knattspyrnuárið þar sem farið er yfir starfið.
  • Eitt af hlutverkum flokksráðs er að koma á framfæri við skrifstofu KFÍA, fréttum, upplýsingum og myndum af starfi/mótum viðkomandi flokka.


Skemmtimót - sumarmótin


  • Norðurálsmót  - 7.fl kk (júní)

o  Flokksráð hvetur foreldra til að koma drengjum í skrúðgöngu mótsins og á kvöldvöku, allir í ÍA fatnaði

o  Stuðlar að því að liðin fari saman í hádegis-/kvöldmat ef hægt er

o  Hvetur foreldra og lið til að horfa saman á önnur ÍA lið á mótinu og hvetja ÍA

  • Símamótið - 8.-5.fl kvk. (júlí)
  • Lindex mótið 6.fl.kvk (júlí)
  • TM mótið - 5.fl. kvk. (júní)
  • Set mótið - 6.fl.kk yngri (júní)
  • Orkumótið – 6.fl. kk. eldra ár (júní)
  • N1 mótið - 5.fl. kk .(júní/júlí)
  • Rey cup – 3. og 4.fl kk. og kvk. (það ár sem 3.fl fer ekki á mót erlendis) (Rey cup - júlí)

 

Verkefni flokksráðs - sumarmótin


o  Setur upp vaktaskjal í samráði við þjálfara flokks, þar sem mótsdögum er skipt á milli foreldra, gott að setja upp í Google sheet skjal og senda skjal á foreldra/forráðamenn til að skrá sig á vaktir.

o  Skipuleggur nestismál fyrir liðin, bakstur eða kaupa nesti fyrir dagana, hægt að reyna að fá styrki frá matvörubúðum á Akranesi, t.d. að fá gefna ávexti eða drykki.

o  Hvetur foreldra og forráðamenn barnanna til að mæta og hvetja og vera til staðar fyrir börnin

o  Hvetur foreldra/forráðamenn til að vera merkt ÍA, vera gul og glöð og hvetja liðin. Áfram ÍA 😊

o  Hvetur foreldra/forráðamenn og liðin til að horfa saman á önnur ÍA lið á móti og hvetja ÍA


Share by: