Gatorade Mótið

Gatorade mótið 2025


Gatorade mótið er nýtt mót fyrir yngra ár fjórða flokks karla og bæði ár fjórða flokks kvenna sem haldið verður dagana 8. - 10. ágúst. Mótið er haldið á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum, gisting verður í Grundaskóla, skemmtanir og matur munu fara fram í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum. Þannig að allt mótið mun fara fram á um eins kílómeters radíus.


Spilaðir eru 5. leikir á lið. Spilaður er 1. leikur á föstudegi, 2. leikir á laugardegi og 2. leikir á sunnudegi.


Skráningargjald er 15.000 kr á hvert lið.

Þátttökugjald er 25.000 krónur á mann. Innifalið í því verði er gisting, matur og mótið.



Greitt er inn á reikning 552-14-400881 kt: 500487 1279

Staðfesting á greiðslu sendist inn á netfang skagamot@ia.is


Spilaður er 11. manna bolti.


Leiktími er 2*25 mínutur.


Frekari upplýsingar á skagamot@ia.is


Skráningarfrestur á mótið er 15. apríl 2025


Greitt er inn á reikning 552-14-400881 kt: 500487 1279

Staðfesting á greiðslu sendist inn á netfang skagamot@ia.is



Skráning á mótið

Sterkir Skagamenn

Sterkir Skagamenn er skemmtilegur félagsskapur sem hefur það að meginmarkmiði að vera kröftugur fjárhagslegur og félagslegur stuðningsaðili og bakhjarl KFÍA. 


Árgjald félagsins er kr. 110.000,- , eða 9.500 kr. á mánuði, sem að öllu leyti er ráðstafað til stjórnar KFÍA. 


Innifalið í árgjaldinu er miði á alla leiki meistaraflokks karla og kvenna, þar sem hver félagsmaður getur boðið með sér einum gesti. Þá mun félagsskapurinn standa fyrir móttökum fyrir leiki á Íslandsmóti og fleiri viðburðum sem ræðst af vilja félagsmanna.

Share by: