Gullmerki ÍA
Guðjón Þórðarson hlýtur gullmerki fyrir frábært framlag hans til knattspyrnunnar á Akranesi. Guðjón er margfaldur Íslands og bikarmeistari með ÍA sem leikmaður og þjálfari. Hann lék 392 leiki og skoraði 16 mörk ásamt því að þjálfa liðið til margra ára.
Eins og allir vita þá kom Guðjón liðinu upp úr 1.deild árið 1991 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið eftir, sem má teljast einstakt afrek. Lið ÍA frá árinu 1993 var svo á dögunum valið besta lið síðustu 40 ára í íslenskri knattspyrnu á Vísi, lið sem gjör sigraði Íslandsmótið og sigraði einnig bikarkeppnina sama ár og var liðið kallað í grein á Vísi “hinir ósnertanlegu”. Á listanum á Guðjón tvö ÍA lið á topp 10 en liðið frá 1996 var einnig á listanum, sem varð einnig tvöfaldur meistari.
Guðjón hefur staðið öðrum þjálfurum framar á Íslandi í áraraðir og þótti brautryðjandi í þjálfun. Hann hefur sýnt árangur sem erfitt er að leika eftir. Það er sannur heiður að heiðra Guðjón með gullmerki fyrir hans frábæra framlag til knattspyrnunnar á Akranesi
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is