Blog Post

Dregið hefur verið í Happdrætti KFÍA

Páll Guðmundur Ásgeirsson • January 8, 2025

Hér að neðan sjást vinningsnúmer í Happdrættinu

Jólahappdrætti KFÍA 2024 - Útdráttur

6. janúar, var dregið úr Jólahappdrættinu líkt og lagt var upp með. Vinningsnúmer eru listuð hér á myndunum fyrir neðan.

Geta má vinninga á skrifstofu KFÍA, í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum í fyrsta lagi 15. janúar.

Knattspyrnufélagið og iðkendur þess þakka öllum sem keyptu miða kærlega fyrir stuðninginn

Þessi númer eru birt með fyrirvara um að þau séu þau sömu og handritaður úrdráttur frá sýslumanni sýnir.


By Páll Guðmundur Ásgeirsson December 16, 2024
Jólahappdrætti Knattspyrnufélags ÍA er farið af stað! Sögulegt verðmæti vinninga er 2.704.398kr. Samtals verður dregið um 60 vinninga, 30 frábærir stakir vinningar og 30 veglegir pakkavinningar. Miðinn kostar litlar 2.500 kr og það er til mikils að vinna. Dregið úr seldum miðum á þrettándanum, 6. Janúar 2025. Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram ÍA Hér má sjá uppfærða vinningaskrá!
By Páll Guðmundur Ásgeirsson October 29, 2024
Á aðalfundi félagsins í febrúar var tekin ákvörðun um að halda aðalfund í tvennu lagi, fyrri hluta aðalfundar fyrir 15. nóvember ár hvert og síðari hluta aðalfundar fyrir 20. febrúar ár hvert. Fyrri hluti aðalfundar Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 20 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem má sjá á heimasíðu félagsins og er þessi: Kosning fundarstjóra og fundarritara​ Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins​ Kosning formanns stjórnar (annað hvert ár).​ (Kosning í ár) Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára sömu ár og formaður stjórnar er kosinn ,en þriggja manna auk formanns barna- og unglingaráðs þau ár sem formaður stjórnar er ekki kosinn.​ (Kosið um fjóra í stjórn og um formann barna- og unglingaráðs þar sem formaður er að taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins) Kosning formanns barna- og unglingaráðs (annað hvert ár).​ Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn. ​ (kosið um þrjá í ráðið, eingöngu verið að kjósa formann vegna breytinga) Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil​ Formaður barna- og unglingaráðs/Yfirþjálfari yngriflokka fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins​ Önnur mál.​ Að loknum fyrri hluta aðalfundar skal aðalfundi frestað til síðari hluta hans.
By Páll Guðmundur Ásgeirsson August 10, 2024
Framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnufélagi ÍA Eyjólfur Vilberg Gunnarsson framkvæmdastjóri KFÍA, hefur sagt starfi sínu lausu vegna flutninga erlendis í lok tímabils. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til félagsins, Ingimar Elí Hlynsson. Ingimar Elí kemur frá Icelandair þar sem hann hefur starfað sem sölustjóri. Hann hefur lokið BS námi í sálfræði & viðskiptafræði með áherslu á mannauðstjórnun. Ingimar Elí þekkir félagið vel en hann hefur m.a. starfað sem, leikmaður, þjálfari, setið í aðalstjórn og tók við hlutverki formanns barna- og unglingaráðs nú í vor. Ingimar Elí mun hefja störf hjá félaginu þann 1. desember þegar störfum hans lýkur hjá núverandi vinnuveitanda. Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA; „Ég vil fyrir hönd Knattspyrnufélags ÍA þakka Eyjólfi fyrir gott samstarf og frábært starf þessi tvö tímabil og óska honum velfarnaðar í næstu verkefnum. Einnig vil ég bjóða Ingimar Elí velkominn til starfa. Ingimar hefur starfað í stjórn félagsins og þekkir það vel og verður lykilmaður í spennandi verkefnum félagsins á næstu misserum“ Eyjólfur Vilberg Gunnarsson: „Undanfarin tvö tímabil hafa verið lærdómsrík, árangursrík og skemmtileg. Félagið er á góðum stað í því uppbyggingarferli sem unnið er að og á ég von á að afrakstur þess komi í ljós á næstu árum. Ég hef kynnst mörgu afar duglegu og góðu fólki sem leggur mikið til félagsins og fundið hvernig hjarta Skagamanna slær. Ég er þakklátur fyrir þennan góða tíma og hlakka til að fylgjast með félaginu í framtíðinni. Áfram ÍA!“ Ingimar Elí Hlynsson „Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt af stjórn Knattspyrnufélags ÍA. Það eru mjög spennandi og metnaðarfull áform framundan sem ég er spenntur fyrir að vinna að ásamt öflugum hópi fólks sem kemur að starfi félagsins.“
By Páll Guðmundur Ásgeirsson February 28, 2024
Gullmerki ÍA Guðjón Þórðarson hlýtur gullmerki fyrir frábært framlag hans til knattspyrnunnar á Akranesi. Guðjón er margfaldur Íslands og bikarmeistari með ÍA sem leikmaður og þjálfari. Hann lék 392 leiki og skoraði 16 mörk ásamt því að þjálfa liðið til margra ára. Eins og allir vita þá kom Guðjón liðinu upp úr 1.deild árið 1991 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið eftir, sem má teljast einstakt afrek. Lið ÍA frá árinu 1993 var svo á dögunum valið besta lið síðustu 40 ára í íslenskri knattspyrnu á Vísi, lið sem gjör sigraði Íslandsmótið og sigraði einnig bikarkeppnina sama ár og var liðið kallað í grein á Vísi “hinir ósnertanlegu”. Á listanum á Guðjón tvö ÍA lið á topp 10 en liðið frá 1996 var einnig á listanum, sem varð einnig tvöfaldur meistari.  Guðjón hefur staðið öðrum þjálfurum framar á Íslandi í áraraðir og þótti brautryðjandi í þjálfun. Hann hefur sýnt árangur sem erfitt er að leika eftir. Það er sannur heiður að heiðra Guðjón með gullmerki fyrir hans frábæra framlag til knattspyrnunnar á Akranesi
By Páll Guðmundur Ásgeirsson February 28, 2024
Heiðursviðurkenning KFÍA: Áslaug Ragna Ákadóttir Áslaug hóf ung að leika knattspyrnu fyrir ÍA og varð síðar einn af lykil leikmönnum liðsins um árabil. Hún sýndi snemma mikla knattspyrnuhæfileika og var áberandi upp alla yngri flokkana. Áslaug varð Íslandsmeistari með 2. og 3.flokki og lék hún sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍA árið 1993 og varð hún bikarmeistari með liðinu það sama ár. Áslaug lék 149 leiki og skoraði 98 mörk fyrir ÍA. Hún var fasta maður í yngri landsliðum Íslands, þar af spilaði hún 8 leiki með U 21 árs liðinu. Áslaug hefur einnig starfað fyrir félagið sem þjálfari yngri flokka ásamt því að hafa setið í stjórnum og ráðum á vegum félagsins. Skemmtilegt að segja frá því að myndin er af þeim mæðgum, Áslaugu og Bryndísi Rún frá árinu 2014 þar sem þær tóku báðar þátt í leik í Lengjubikar og svo síðar sama ár í leik í Pepsi deildinni þar sem Áslaug kom inná fyrir Bryndísi. Það er sönn ánægja að veita Áslaugu heiðursviðurkenningu KFÍA og þakka Áslaugu fyrir hennar framlag til Knattspyrnufélags ÍA.
By Páll Guðmundur Ásgeirsson February 21, 2024
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA fór fram 20.febrúar að Jaðarsbökkum. Stjórn félagsins þakkar fyrir góða þátttöku á fundinum, ánægjulegt að sjá hve margir mættu á fundinn. 2 nýjir stjórnarmenn voru kosnir inn í stjórn. Stjórn KFIA fyrir árið 2024 skipa: Eggert Hjelm Herbertsson – Formaður Ellert Jón Björnsson (endurkjörinn) Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir (kemur ný inn) Ingimar Elí Hlynsson (Formaður barna- og unglingaráðs) Jóhannes H. Smárason (endurkjörinn) Lára Dóra Valdimarsdóttir Lilja Gunnarsdóttir Linda Dagmar Hallfreðsdóttir (kemur ný inn en var í fyrri stjórn sem Formaður barna og unglingaráðs) Sturlaugur Haraldsson (kemur nýr inn) Þá gengu úr stjórn: Freydís Bjarnadóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson. Í Barna- og unglingaráð voru 3 nýjir kosnir inn umboð einnar var endurnýjað. Barna – og unglingaráð fyrir árið 2024 skipa: Ingimar Elí Hlynsson – Formaður (kemur nýr inn en var áður í stjórn) Andri Lindberg Karvelsson Anna María Þórðardóttir (umboð endurkjörin) Arna Björk Ómarsdóttir (kemur ný inn) Aðalheiður Rósa Harðardóttir (kemur ný inn) Ívar Orri Kristjánsson Örn Arnarsson Þá gengu úr stjórn: Linda Dagmar Hallfreðsdóttir sem fráfarandi formaður, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir og Berta Ellertsdóttir. Kjörnefnd: það voru breytingar á Kjörnefndinni: Margrét Ákadóttir - formaður Þórður Guðjónsson - endurkjörinn Hallur Flosason - nýr inn Magnús Brandsson hætti sem formaður Kjörnefndar eftir um 15 ár, þökkum honum fyrir frábær störf fyrir félagið. Knattspyrnufélag ÍA þakkar þeim sem eru að hætta í stjórnum KFÍA fyrir þeirra framlag undanfarin ár.
February 15, 2024
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar nk. kl. 20 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem finna má á heimasíðunni. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA samþykkti ársreikning félagsins á stjórnarfundi 13. febrúar sl. og má finna slóð á hann hér að neðan. Ársreikningurinn verður borinn upp til samþykktar á aðalfundi sem og meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árið 2024. Þá er einnig birt ársskýrsla Knattspyrnufélags ÍA fyrir starfsárið 2023. Ein lagabreyting liggur fyrir fundinum og er til birtingar á skrifstofu. Ársskýrsla 2023 Ársreikningur 2023 til afgreiðslu á aðalfundi Rekstraráætlun 2024 til afgreiðslu á aðalfundi
February 5, 2024
20. febrúar klukkan 20:00
By Páll Ásgeirsson December 28, 2023
Dregið hefur verið í happdrættinu, var það gert hjá Sýslumanni eins og lög kveða á um. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn, hann skiptir okkur miklu máli. Hægt verður að vitja vinninga frá 4. janúar - 1. mars 2024. Eftir það munu ósóttir vinningar renna í aðrar fjáraflanir félagsins. Til að vitja vinninga sendið póst á palli@ia.is eða hringið í 858 7361 á skrifstofutíma. Happdrætti Knattspyrnufélags ÍA, kt. 500487-1279 Útdráttur 28. desember 2023 Vinningaskrá Jólahappdrættis Knattspyrnufélags ÍA
By Páll Ásgeirsson December 11, 2023
Jólahappdrætti KFÍA er farið af stað
Show More
Share by: