






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið fékk ÍR
í heimsókn á Norðurálsvellinum. Bæði lið voru að berjast í neðri hluta deildarinnar svo ljóst var að hvorugt liðið mátti við því að gefa neitt eftir í leiknum.
Liðin mættu ákveðin til leiks og töluverð barátta var í leiknum. Skagastelpur hafa átt í erfiðleikum með að skora og þær náðu ekki að nýta færin sín í fyrri hálfleik. ÍR náði ekki að ógna sterki vörn ÍA mikið og staðan var því markalaus í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svo um margt svipaður og sá fyrri. Skagastelpur voru mun meira með boltann og fengu ágæt færi en ÍR átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér markverð færi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir
náði þó að skora gott mark með skalla eftir hornspyrnu frá Fríðu Halldórsdóttur
þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn.
Fátt markvert gerðist eftir þetta og ÍA landaði gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri á ÍR. Þetta var fyrsti sigurleikur liðsins síðan 19. júní sl. svo stelpurnar höfðu fulla ástæðu til að fagna þremur stigum í kvöld.
Næsti leikur er svo gegn Haukum
að Ásvöllum næsta mánudag.
Á myndinni má sjá Fríðu Halldórsdóttur
, sem var valin maður leiksins, og Sigurð Þór Sigursteinsson
, framkvæmdastjóra KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is