






Í gær lauk Knattspyrnuskóla KFÍA og IFK Norrköping sem hefur verið í gangi í vikunni, skólinn er hluti af formlegu samstarfi félaganna.
Tveir þjálfarar frá IFK Norrköping, þjálfarar U-16 og U-19 ára liðsins, sem eru einnig að vinna fyrir A-liðið hjá þeim, komu til landsins og stjórnuðu Knattspyrnuskólanum þar sem 40 krakkar tóku þátt, á aldrinum 10-16 ára, bæði strákar og stelpur.
Sænsku þjálfararnir voru einnig mjög virkir í að horfa á æfingar hjá öðrum flokkum félagsins og stjórnuðu æfingum bæði hjá 2. flokk og 3. flokk á meðan þeir dvöldu hér. Þeir voru síðan með kynningu fyrir þjálfara KFÍA þar sem þeir sögðu frá sínum störfum og okkar þjálfarar fóru einnig yfir sín störf hjá KFÍA.
Þessi skóli tókst gífurlega vel og sænsku
þjálfararnir voru mjög ánægðir með þetta verkefni. Það var margt sem þeir hrifust
af í fari krakkanna út frá hæfileikum, metnaði, áhuga og einnig hversu
kraftmiklir þeir voru.
Í haust munu síðan fjórir leikmenn og þjálfari frá
KFÍA heimsækja IFK Norrköping og dvelja þar í eina viku við æfingar.
Loks má bæta því við að aðilar frá sænska
sendiráðinu komu í heimsókn á föstudaginn og funduðu með fulltrúum KFÍA, en
þeir fréttu af þessu samstarfi og fannst það mjög áhugavert í alla staði.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is