






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið fékk Þrótt R
í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Skagastelpur voru að berjast í neðri hluta deildarinnar á meðan Þróttur myndi tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni með sigri svo ljóst var að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir í leiknum.
Liðin mættu ákveðin til leiks og mikil barátta var í leiknum. Skagastelpur börðust af miklum krafti og beittu góðum skyndisóknum í hálfleiknum. Þróttur átti í miklum erfiðleikum að skapa sér færi gegn sterkri vörn ÍA en undir lok hálfleiksins náði liðið að skora mark. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Þrótt.
Í seinni hálfleik komu gæði Þróttar betur í ljós og náðu þeir að skora þrjú mörk fyrir utan góð marktækifæri. Skagastelpur gerðu sitt allra besta og áttu nokkrar ágætar sóknir sem ekki náðist að nýta. Eins og í mörgum öðrum leikjum í sumar vantaði oft herslumuninn til að ÍA kæmi boltanum í netið. Þróttur vann leikinn 4-0.
Næsti leikur ÍA er við Augnablik
en leikurinn fer fram föstudaginn 6. september nk.
Á myndinni má sjá Andreu Magnúsdóttur
, sem var valin maður leiksins, og Sigurð Þór Sigursteinsson
, framkvæmdastjóra KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is