






Í kvöld mætti ÍA
liði Þróttar R
í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna
á Norðurálsvellinum. Hér var um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem nokkurt jafnræði var í leiknum og bæði lið fengu sín marktækifæri.
Þróttarar komust fyrr inn í leikinn og skoruðu tvö mörk snemma í fyrri hálfleik. Skagastelpur sýndu aftur á móti mikinn karakter eftir því sem leið á leikinn og ógnuðu vörn Þróttara hvað eftir annað. Um ótrúlega endurkomu var að ræða því ÍA vann leikinn að lokum 3-2. Mörk Skagastelpna gerðu þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
, Fríða Halldórsdóttir
og Eva María Jónsdóttir
.
ÍA er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
í fyrsta sinn síðan árið 2008. Eftir helgi verður dregið um hvaða liði ÍA mætir en sá leikur fer fram undir lok júnímánaðar.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is