






Í kvöld spilaði ÍA í Pepsi Max deild karla
þegar liðið fékk Val
í heimsókn á Norðurálsvöllinn.
Liðin mættu ákveðin til leiks og mikil barátta var í leiknum. Valur skapaði sér ekki mörg færi í fyrri hálfleik en komst samt yfir eftir varnarmistök í vörn ÍA. Skagamenn fengu sín marktækifæri og jöfnuðu metin um miðjan hálfleikinn þegar Hallur Flosason
skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Stefáni Teiti Þórðarsyni
.
Baráttan í seinni hálfleik var ekki minni. Valur komst yfir á nýjan leik úr ódýrri vítaspyrnu en að öðru leyti ógnaði liðið vörn ÍA ekki mikið. Skagamenn sóttu af krafti eftir því sem leið á leikinn en þrátt fyrir góðar tilraunir náðu þeir ekki að jafna metin. Valur vann því leikinn 1-2.
Næsti leikur ÍA er við FH
sem fer fram á Kaplakrikavelli þriðjudaginn 6. ágúst nk.
Maður leiksins var valinn Hallur Flosason
en hann má sjá hér að neðan taka við verðlaunum sínum frá Magnúsi Guðmundssyni
, formanni KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is