






ÍA fagnaði sigri í 3. flokki kvenna á Alþjóðlega knattspyrnumótinu REY CUP sem lauk í dag. ÍA lék gegn norska liðinu Gjelleråsen IF í úrslitaleiknum sem fram fór á sjálfum Þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvellinum.
Lilja Björg Ólafsdóttir skoraði fyrir ÍA af 40 metra færi og jafnaði metin eftir að norska liðið hafði skorað fyrsta mark leiksins.
Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Skagastelpur skoruðu úr öllum þremur vítaspyrnum sínum en norska liðið klikkaði á einni.
Þetta var fyrsti tapleikur norska liðsins í mótinu en liðið hafði fyrir úrslitaleikinn sigrað örugglega í öllum sínum leikjum.
Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is