






Í dag spilaði ÍA í Pepsi Max deild karla
í síðasta útileik sínum á tímabilinu þegar liðið heimsótti HK
í Kórinn.
Bæði lið fengu sín marktækifæri og mikil barátta var í leiknum. Töluvert jafnræði var í fyrri hálfleik og áttu Skagamenn nokkrar álitlegar sóknir sem ekki náðist að nýta. HK sótti töluvert og skapaði sér færi en náði sjaldan að ógna góðri vörn ÍA. Staðan í hálfleik var 0-0.
Í seinni hálfleik komst HK fljótlega yfir en að öðru leyti náði liðið ekki að búa til mörg marktækifæri. Skagamenn sóttu meira eftir því sem leið á leikinn og fengu vítaspyrnu undir lokin þegar brotið var á Lars Marcus Johansson
. Úr vítaspyrnunni skoraði Tryggi Hrafn Haraldsson
af öryggi. ÍA fékk nokkur færi til að skora sigurmarkið en það gekk ekki upp í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Þess má til gamans geta að Sigurður Hrannar Þorsteinsson
kom inn á þegar nokkuð var liðið á leikinn. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir ÍA í efstu deild karla og er því fyllsta ástæða til að óska honum til hamingju með áfangann.
Næsti leikur ÍA er við Víking R
sem fram fer á Norðurálsvelli næsta laugardag, er það síðasti leikur liðsins á tímabilinu.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is