






Í kvöld fór fram fimmti leikur ÍA
í Pepsi Max-deild karla
þegar liðið fór og heimsótti Breiðablik
á Kópavogsvöll. Um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem Skagamenn börðust um hvern bolta og voru mjög skipulagðir í sínum leik.
Bæði lið fengu sín marktækifæri í leiknum en Skagamenn voru heilt yfir sterkara liðið í leiknum og skipulögðu leik sinn fullkomlega. ÍA náði að skora frábært sigurmark í uppbótartíma þar sem leikurinn endaði 0-1. Markið gerði Einar Logi Einarsson
eftir sendingu frá Stefáni Teiti Þórðarsyni
.
Tímabilið byrjar þannig frábærlega og er ÍA eitt í efsta sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er í fyrsta sinn síðan 2012 sem Skagamenn eru á toppnum. Við viljum svo þakka þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu til að styðja strákana í þessum leik.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is