






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið fékk Aftureldingu
í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Afturelding sigldi lygnan sjó um miðja deild á meðan ÍA var í harðri fallbaráttu svo mikið lá undir í leiknum fyrir Skagastelpur.
ÍA hóf leikinn af miklum krafti og uppskar mark snemma í leiknum þegar boltinn fór af markverði Aftureldingar í markið eftir frábæra hornspyrnu frá Sigrúnu Evu Sigurðardóttur
. Hefði Sigrún Eva mátt vera skráð fyrir markinu. Skagastelpur áttu fleiri ágætar sóknir í hálfleiknum án þess að nýta þær en Afturelding náði sjaldan að skapa sér góð færi gegn sterkri vörn ÍA. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir ÍA.
Seinni hálfleikur var svo um margt svipaður og sá fyrri. Skagastelpur voru meira með boltann og fengu ágæt færi en Afturelding átti góðar sóknir sem ekki náðist að nýta. Undir lok leiksins átti Erla Karitas Jóhannesdóttir
góða sendingu inn í vítateig Aftureldingar þar sem Védís Agla Reynisdóttir
skoraði með föstu skoti. Var þetta fyrsta mark Védísar Öglu í sínum öðrum leik með meistaraflokki.
Fátt markvert gerðist eftir þetta og ÍA landaði frábærum 2-0 sigri sem tryggði veru félagsins í Inkasso-deildinni á næsta ári. Stelpurnar höfðu því fulla ástæðu til að fagna þremur stigum í kvöld.
Síðasti leikur tímabilsins er gegn Tindastóli
á Sauðárkróki næsta föstudag.
Á myndinni má sjá Önnu Þóru Hannesdóttur
, sem var valin maður leiksins, og Áslaugu Ákadóttur
, stjórnarkonu í KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is