






Í kvöld spilaði ÍA lokaleik sinn í Inkasso-deild kvenna
í ár þegar liðið heimsótti Tindastól
á Sauðárkróksvöll. Tindastóll hafði tækifæri á að komast í Pepsi Max deild kvenna með sigri á meðan ÍA sigldi lygnan sjó um miðja deild.
Liðin mættu ákveðin til leiks og baráttan var í fyrirrúmi í leiknum. Tindastóll var sterkari aðilinn og skapaði sér nokkur færi en liðið náði ekki að brjóta sterka vörn ÍA niður. Skagastelpur áttu nokkrar efnilegar sóknir í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Staðan í hálfleik var 0-0.
Í seinni hálfleik héldu Skagastelpur áfram að beita skyndisóknum og úr einni slíkri skoraði Eva María Jónsdóttir
gott mark. Gæði Tindastóls komu svo fram eftir því sem leið á leikinn og náðu þær að skora fjögur mörk í hálfleiknum. Leikurinn endaði því 4-1 fyrir Tindastól.
ÍA endar því í áttunda sæti Inkasso-deildar kvenna á þessu keppnistímabili.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is