






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið heimsótti Hauka
á Ásvelli. Bæði lið voru í hörkubaráttu í miðri deild og neðri hlutanum svo ljóst var að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir í leiknum.
Liðin mættu ákveðin til leiks og mikil barátta var í leiknum. Skagastelpur komust yfir eftir góða sókn þegar Andrea Magnúsdóttir
skoraði eftir stoðsendingu frá Erlu Karitas Jóhannesdóttur
. ÍA fékk nokkur hálffæri til viðbótar sem ekki náðist að nýta.
Haukar voru samt sterkari aðilinn í hálfleiknum og áttu hættulegar sóknir sem vörn ÍA átti í erfiðleikum með. Þeir náðu að koma boltanum þrisvar sinnum í markið og staðan í hálfleik var 3-1 fyrir Hauka.
Mun meira jafnræði var í seinni hálfleik. Haukar skoruðu sitt fjórða mark fljótlega en eftir það náðu þeir sjaldan að opna vörn ÍA. Skagastelpur náðu ekki að koma boltanum í markið þrátt fyrir góða baráttu og nokkur hálffæri. Oft vantaði hreinlega herslumuninn til að ÍA kæmist betur inn í leikinn. Haukar unnu því leikinn 4-1.
Næsti leikur ÍA er við Þrótt
en leikurinn fer fram á föstudaginn í þessari viku.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is