






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið heimsótti Grindavík
á Grindavíkurvöll. Bæði lið voru að berjast í neðri hluta deildarinnar svo ljóst var að hvorugt liðið mátti við því að gefa neitt eftir í leiknum.
Liðin mættu ákveðin til leiks og töluverð barátta var í leiknum. Skagastelpur hafa átt í erfiðleikum með að skora en þær nýttu færin sín vel í fyrri hálfleik því Sigrún Eva Sigurðardóttir
og Bryndís Rún Þórólfsdóttir
skoruðu góð mörk. Grindavík náði ekki að ógna sterki vörn ÍA mikið og staða var 0-2 fyrir ÍA í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði svo af krafti því Fríða Halldórsdóttir
skoraði þriðja mark liðsins með fallegu skoti. Skömmu síðar var leikmaður Grindavíkur rekinn útaf með rautt spjald svo ÍA var í góðum málum. Liðið skapaði sér svo nokkur álitleg færi sem ekki náðist að nýta.
Því miður hrökk allt í baklás hjá stelpunum á lokamínútum leiksins því Grindavík sótti af krafti og náði með gríðarlegri baráttu að jafna metin í uppbótartíma. Til að bæta gráu ofan á svart var Andrea Magnúsdóttir
svo rekin útaf rétt fyrir leikslok.
Leiknum lauk því með 3-3 jafntefli og grátlegt fyrir stelpurnar að missa unninn leik niður. Það var þó mjög jákvætt að sjá boltann fara í netið þrisvar sinnum og á þessu munu stelpurnar byggja fyrir næsta leik sem fram fer á þriðjudaginn í næstu viku. Þá kemur botnlið ÍR í heimsókn á Norðurálsvöllinn.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is