






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið fékk Fjölni
í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Bæði lið voru að berjast í neðri hluta deildarinnar svo ljóst var að hvorugt liðið mátti við því að gefa neitt eftir í leiknum.
Liðin mættu ákveðin til leiks og töluverð barátta var í leiknum. Fjölnir skapaði sér nokkur álitleg færi og skoruðu mark í fyrri hálfleik. Skagastelpur fengu ekki mörg marktækifæri en úr einu slíku skoraði Eva María Jónsdóttir
eftir góða hornspyrnu frá Fríðu Halldórsdóttur
undir lok leiksins.
Bæði lið reyndu svo að ná sigurmarkinu í leiknum en náðu ekki að nýta þau hálffæri sem sköpuðust. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli.
Næsti leikur ÍA er við Grindavík
en leikurinn fer fram á föstudaginn í næstu viku.
Maður leiksins var valinn Fríða Halldórsdóttir
en hana má sjá hér að neðan taka við verðlaunum sínum frá Tjörva Guðjónssyni
, skrifstofustjóra KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is