






Í dag spilaði ÍA í Pepsi Max deild karla
þegar liðið fékk Breiðablik
í heimsókn á Norðurálsvöllinn.
Blikar mættu af krafti í leikinn og yfirspiluðu Skagamenn í byrjun leiks með tveimur mörkum. ÍA kom þó fljótt til baka og fékk vítaspyrnu þegar brotið var á Steinari Þorsteinssyni
. Úr spyrnunni skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson
af öryggi.
Það sem eftir lifði hálfleiksins skapaði Breiðablik sér mun hættulegri færi án þess að nýta þau. Skagamenn náðu ekki oft að ógna sterkri vörn gestanna. Staðan í hálfleik var því 1-2 fyrir Blika.
Baráttan í seinni hálfleik var ekki minni. Skagamenn spiluðu mun betur og pressuðu gestina stíft en Blikar héldu boltanum innan liðsins og beittu eitruðum skyndisóknum sem þeir náðu ekki að nýta. ÍA sótti af meiri krafti eftir því sem á leikinn en þrátt fyrir góðar tilraunir náðu þeir ekki að jafna metin. Breiðablik vann því leikinn 1-2.
Næsti leikur ÍA er við Stjörnuna
sem fer fram í Garðabænum næsta sunnudag.
Maður leiksins var valinn Sindri Snær Magnússon
en hann má sjá hér að neðan taka við verðlaunum sínum frá Magnúsi Guðmundssyni
, formanni KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is