






Í kvöld spilaði ÍA í Pepsi Max deild karla
þegar liðið fékk Grindavík
á Norðurálsvöllinn.
Bæði lið fengu sín marktækifæri og mikil barátta var í leiknum. Skagamenn voru sterkari aðilinn og skoruðu um miðjan fyrri hálfleik þegar Stefán Teitur Þórðarson
skoraði beint úr aukaspyrnu með glæsilegu skoti. Grindavík náði sjaldan að ógna góðri vörn ÍA. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir ÍA.
Í seinni hálfleik komust Grindvíkingar mun meira í takt við leikinn og fengu ágæt færi. Skagamenn beittu skyndisóknum sem sköpuðu góð færi en þau misfórust. Eftir harða sókn jafnaði Grindavík metin undir lok leiksins og fátt markvert gerðist eftir það. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Næsti leikur ÍA er við HK
sem fram fer í Kórnum næsta sunnudag.
Á myndinni má sjá Óttar Bjarna Guðmundsson
, sem var valin maður leiksins, og Sigurður Þór Sigursteinsson
, framkvæmdastjóra KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is