






2. flokkur karla
skráði sig í knattspyrnusögu Íslands þegar liðið komst áfram í aðra umferð Unglingadeildar UEFA
í dag með stórbrotnum sigri á Levadia Tallinn
frá Eistlandi. Þetta er sjöunda árið sem þessi keppni er haldin og íslensku liðin KR og Breiðablik hafa fallið úr keppni í fyrstu umferð þegar þau hafa tekið þátt.
Fyrri leikur liðanna fór 4-0 fyrir ÍA svo menn voru hóflega bjartsýnir fyrir seinni leikinn sem fram fór í Eistlandi. Skemmst er frá því að strákarnir áttu stórkostlegan fyrri hálfleik og skoruðu sex mörk gegn engu. Auk þess átti liðið fleiri álitleg marktækifæri.
Staðan fór í taugarnar á einum leikmanni Levadia sem fékk beint rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks fyrir að sparka í mótherja. Strákarnir héldu svo áfram að sækja af krafti og bættu við sex mörkum. Levadia Tallinn átti fáar sóknir í leiknum en fékk eitt sárabótarmark. Liðið átti samt engin svör við frábærum leik ÍA.
Leikurinn endaði því 12-1 fyrir ÍA. Eyþór Aron Wöhler
gerði fjögur mörk, Gísli Laxdal Unnarsson
og Aron Snær Ingason
tvö mörk hvor og þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson
, Elís Dofri G Gylfason
, Aron Snær Guðjónsson
og Brynjar Snær Pálsson
sitt markið hver. Samtals endaði rimma þessara liða því 16-1 fyrir ÍA.
Strákarnir munu nú taka þátt í annarri umferð Unglingadeildar UEFA þar sem þeir mæta Derby County
frá Englandi 6. og 27. nóvember heima og heiman.
Við óskum strákunum með frábæra frammistöðu í leikjunum tveimur. Evrópuævintýri ÍA í 2. flokk karla heldur því áfram.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is