






Kvennalandslið Íslands
undirbýr sig þessa dagana fyrir stórleik gegn Ungverjalandi
í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 18:45 fimmtudaginn 29. ágúst
.
Jón Þór Hauksson
er þjálfari A-landsliðs kvenna og þekkir hann vel til aðstæðna á Akranesi. Skagamaðurinn valdi því að hafa lokaæfingu Íslands fyrir leikinn á Akranesi á morgun, miðvikudaginn 28. ágúst
.
Knattspyrnufélag ÍA hvetur iðkendur og þá sem hafa áhuga á að sjá kvennalandsliðið á æfingunni að mæta.
Æfingin hefst kl. 17:00 en kl. 16:30 ætla leikmenn að hitta stuðningsmenn Íslands á öllum aldri í hátíðarsal ÍA.
Þar verður hægt að fá eiginhandaráritanir og eflaust verða símar á lofti fyrir myndatökur og slíkt.
Sigurður Þór Sigursteinsson , framkvæmdastjóri KFÍA, segir að það sé frábært fyrir Skagamenn að fá þessa heimsókn – og þá sérstaklega fyrir kvennafótboltann á Akranesi.
Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir er í A-landsliði Íslands en hún lék og æfði og lék með ÍA upp alla yngri flokka félagsins. Hallbera Guðný er leikmaður Vals og hefur m.a. leikið sem atvinnumaður víðsvegar um Evrópu.
Fréttin er fengin af vef Skagafrétta.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is