Bjarki Steinn Bjarkason
og Jón Gísli Eyland Gíslason
eru til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu FC Norrköping
þessa daga. Bjarki Steinn spilaði 20 leiki og skoraði þrjú mörk en Jón Gísli spilaði 10 leiki fyrir ÍA á nýafstöðnu Íslandsmóti í Pepsi Max deildinni.
Þess má geta að Bjarki Steinn spilaði 89 mínútur með U21 liði FC Norrköping í dag og skoraði eitt mark í 1-2 útisigri. Þessi sigur tryggði U21 liði Norrköping meistaratitlinn þar í landi svo okkar strákar standa fyrir sínu nú sem endranær.
Á myndinni má sjá mynd af Bjarka Steini og Ísaki Bergmann Jóhannessyni
, syni Jóhannesar Karls Guðjónssonar
þjálfara mfl kk og Jófríðar Guðlaugsdóttur,
en hann spilar með FC Norrköping.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is