






Atli Eðvaldsson, fyrrverandi
landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari karla, er látinn, 62 ára að aldri,
eftir hetjulega baráttu við krabbamein.
Atli spilaði 70 A-landsleiki og skoraði 8 mörk, en hann var auk þess
fyrirliði landsliðsins.
Atli spilaði á sínum leikmannaferli með Val, KR og HK við góðan orðstír. Hann
var ennfremur atvinnumaður til fjölda ára og spilaði með liðum eins og Borussia
Dortmund, Fortuna Dusseldorf, KFC Uerdingen 05 og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi
og Gençlerbirliği í Tyrklandi.
Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV en eftir það þjálfaði hann lið eins og
Fylki, KR, Þrótt R og Val. Hann var svo landsliðsþjálfari Íslands um nokkurra
ára skeið.
Knattspyrnufélag ÍA vottar aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is