






Arnór Snær Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA. Arnór Snær er fæddur árið 1993 og hefur spilað með ÍA stóran hluta ferils síns en hann er uppalinn í Aftureldingu. Hann hefur spilað 101 deildar- og bikarleiki með félaginu og skorað í þeim fimm mörk.
Aðspurður sagði Arnór Snær : „Ég er mjög sáttur með að gera nýjan samning við félagið. Það hefur verið mikill stígandi í liðinu í vetur og við höfum verið mjög góðir í sumar.Það hefur verið gaman að taka þátt í svona spennandi verkefni og tilheyra jafngóðum hópi og Skagaliðið er.Ég hef verið að spila reglulega og stefni á að taka við markaskorun af félögum mínum í vörninni í næstu leikjum svo jafnræðis sé gætt.”
Knattspyrnufélag ÍA lýsir yfir ánægju með að það hafi verið gerður nýr samningur við Arnór Snæ Guðmundsson enda er hann öflugur leikmaður og sterkur karakter í liðinu.
„Það skiptir miklu máli að reynslumikill leikmaður eins og Arnór Snær sé búinn að endurnýja samning sinn við KFÍA til tveggja ára. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í vörn liðsins síðustu ár og öflugur karakter sem hefur hvatt samherja sína áfram.” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson
, þjálfari meistaraflokks karla.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is