






Arnar Már Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA. Arnar Már er fæddur árið 1987 og hefur spilað með ÍA stærstan hluta ferils síns. Hann hefur spilað 351 leiki með félaginu og skorað í þeim 70 mörk.
Aðspurður sagði Arnar Már : „Ég er virkilega ánægður með að endurnýja samning minn við ÍA. Ég hef spilað með félaginu meira og minna allan minn ferill og það er frábært að fá tækifæri til að halda því áfram. Tímabilið í ár hefur byrjað virkilega vel og ég hef sjaldan verið hluti af jafngóðum og öflugum hóp og í dag.”
Knattspyrnufélag ÍA fagnar því að náðst hafi nýr samningur við Arnar Már Guðjónsson enda hefur hann sannað sig sem einn af bestu leikmönnum liðsins og er mikilvægur karakter í liðinu.
„Það er mikilvægt að reynslubolti eins og og Arnar Már sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Hann er gríðarlega mikill karakter innan sem utan vallar og reynsla hans vegur þungt fyrir okkar unga lið.” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson
, þjálfari meistaraflokks karla.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is