






2. flokkur karla
spilaði í kvöld í fyrsta sinn í Unglingadeild UEFA
þegar Levadia Tallinn
frá Eistlandi kom í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Um hörkuleik var að ræða þar sem bæði lið spiluðu ágætan fótbolta á löngum köflum.
Skagamenn voru mun sterkari aðilinn eftir því sem leið á leikinn og fengu hættulegri marktækifæri. Leikmenn Levadia áttu nokkrar sóknir en áttu í erfiðleikum með að komast í gegnum sterka vörn ÍA.
Strákarnir sýndu enn og aftur að þeir eru með sterkasta liðið í þessum árgangi og unnu frábæran 4-0 sigur á Levadia. Mörk ÍA gerðu Sigurður Hrannar Þorsteinsson
með tvö mörk og Brynjar Snær Pálsson
og Marteinn Theodórsson
með sitt hvort markið.
Maður leiksins var valinn Brynjar Snær Pálsson
og fékk hann gjafabréf í verðlaun fyrir virkilega góðan leik.
Góð mæting var á leiknum og mættu í kringum 300 manns á leikinn þó hvasst hafi verið og haustlegt á að horfa. Seinni leikur liðanna verður miðvikudaginn 23. október í Eistlandi. Sigurvegarinn mun svo mæta Derby
frá Englandi eða Minsk
frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð í nóvember.Verður gaman að fylgjast með gengi þessara stráka í Unglingadeild UEFA á komandi vikum.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is