






2.
flokkur karla
spilaði í kvöld í fyrsta sinn í 2. umferð í Unglingadeild UEFA
þegar Derby County
frá Englandi kom í heimsókn á Víkingsvöllinn. Um hörkuleik var að ræða þar sem bæði lið spiluðu ágætan fótbolta á löngum köflum.
Leikmenn Derby voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér mörg álitleg færi. Þeir náðu að koma boltanum tvívegis í net ÍA auk þess sem vörn Skagamanna átti stundum í vök að verjast.
ÍA átti ekki margar sóknir í hálfleiknum sem ógnaði marki Derby en í eitt skipti var gerð krafa um vítaspyrnu þegar virtist vera brotið á Gísla Laxdal Unnarssyni
innan vítateigs en dómari leiksins dæmdi ekkert. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Derby.
Allt annað var að sjá til strákanna í seinni hálfleik og strax í upphafi hálfleiksins áttu Skagamenn að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Derby en aftur sá dómarinn enga ástæðu til þess að flauta.
Skagamenn sköpuðu sér góð marktækifæri eftir því sem leið á leikinn og á 72. mínútu komst ÍA á blað þegar Aron Snær Ingason
skoraði gott mark eftir sendingu frá Gísla Laxdal Unnarssyni
.
Derby átti nokkrar ágætar sóknir í hálfleiknum en þeir náðu ekki að koma boltanum í netið. Skagamenn gerðu sitt besta til að jafna metin en það tókst því miður ekki og leikurinn endaði með sigri Derby 1-2.
Strákarnir mega bera höfuðið hátt eftir mjög góða frammistöðu á móti sterku liði Englandsmeistaranna í þeirra aldurflokki. Seinni leikurinn fer fram á Pride Park miðvikudaginn 27. nóvember og eftir leikinn í kvöld er allt opið fyrir seinni leikinn.
Einnig viljum við sérstaklega þakka fyrir frábæra mætingu á þennan Evrópuleik en 355 manns mættu á leikinn þó hvasst hafi verið og mjög napurt að sitja í stúkunni.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is