






2. flokkur ÍA
spilaði í kvöld við Breiðablik
í úrslitum bikarsins í Akraneshöll. Um magnaðan fótboltaleik var að ræða þar sem mikil barátta var á milli liðanna. Þetta eru tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki og það sást greinilega í þessum leik.
Leikurinn fór enda á milli þar sem bæði lið sköpuðu sér fjölda færa. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 2-2 og eftir framlengingu höfðu blikar unnið leikinn 3-4. Mörk ÍA skoruðu Bjarki Steinn Bjarkason
með tvö mörk og Eyþór Aron Wöhler
með eitt mark.
Strákarnir voru vissulega svekktir enda var þetta ekki endirinn á frábæru tímabili sem þeir höfðu ætlað sér. En full ástæða er til að óska þeim til hamingju með frábæra frammistöðu í leiknum og á öllu tímabilinu. Þetta eru góðar fyrirmyndir fyrir félagið og björt framtíð að eiga svona leikmenn sem fara að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. Einnig óskum við blikum til hamingju með bikarmeistaratitilinn.
Tímabilið er þó ekki alveg búið því í næstu viku er heimaleikur 2. flokks karla við Levadia Tallinn
í Unglingadeild UEFA
. Verður gaman að fylgjast með þessum frábæru strákum glíma við sinn fyrsta Evrópuleik.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is