






Í dag spilaði A- og B-lið 2. flokks karla lokaleiki sína á Íslandsmótinu og tóku á móti Íslandsmeistaratitlum fyrir sigur í sínum riðlum.
A-liðið vann KA/Dalvík/Reyni/Magna 5-0 í dag og endaði í efsta sæti með 46 stig og markatöluna 67-23 eða 44 mörk í plús. Liðið tapaði engum leik í sumar. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
varð markakóngur Íslandsmótsins með 22 mörk.
B-liðið vann svo KA/Dalvík/Reyni/Magna 6-0 í dag og endaði einnig í efsta sæti með 42 stig og markatöluna 69-12 eða 57 mörk í plús. Andri Freyr Eggertsson
varð markakóngur Íslandsmótsins með 13 mörk.
Við viljum óska strákunum í báðum liðum til hamingju með magnaðan árangur í sumar. Þeir hafa verið félaginu til sóma og staðið fyrir sínu. Einnig viljum við óska Elinbergi Sveinssyni
og Sigurði Jónssyni
til hamingju með þennan frábæra árangur sem þjálfarar strákanna.
Að ofan má sjá A-liðið fagna titlinum og hér að neðan má sjá B-liðið gera það sama.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is