






Í kvöld mætti ÍA
liði Hauka
í Inkasso-deild kvenna
á Norðurálsvellinum. Bæði lið voru að berjast í efri hluta deildarinnar svo sigur skipti miklu máli til að vera í baráttunni um að komast í Pepsi Max-deild kvenna
.
Hér var um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem töluvert jafnræði var í leiknum og bæði lið fengu álitleg marktækifæri. Skagastelpur enduðu á því að vinna 1-0 sigur þar sem leikmaður Hauka
varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik.
ÍA er þar með áfram í harðri toppbaráttu í Inkasso-deildinni með 11 stig í öðru sæti. Næsti leikur liðsins er svo þriðjudaginn 25. júní nk. gegn Þrótti R
en sá leikur fer fram á Eimskipsvellinum
.
Á myndinni má sjá Fríðu Halldórsdóttur
, sem var valin maður leiksins, og Magnús Guðmundsson
, formaður KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is