






Nú um helgina höldum við hjá Knattspyrnufélagi ÍA hið árlega Norðurálsmót . Það eru yfir 1600 manns sem koma beint í tengslum við mótið sjálft, en gera má ráð fyrir að um 5-6000 manns komi í bæinn í heild sinni meðan á móti stendur. Því er um að ræða risastóran viðburð fyrir Akranes.
Eins og með margt tengdu íþróttastarfi þá gengur þetta allt upp með aðstoð sjálfboðaliða. Nú þegar eru nokkur hundruð aðilar skráðir á hinar ýmsu vaktir og störf í tenglsum við mótið, en eins og ber að vera með svo mikinn fólksfjölda er aldrei verra að hafa fleiri hjálparhendur.
Ef einhverjir hafa áhuga á að leggja okkur lið, eða ef einhverjir hópar eru að leita sér leiða í fjáröflun, má endilega hafa samband við Tjörva Guðjónsson í netfangið tjorvi@kfia.is.
Við bendum svo á heimasíðu Norðurálsmótsins, http://www.norduralsmot.is/ , þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um mótið.
Við hlökkum til að taka á móti gestum okkar um komandi helgi.
Góða skemmtun.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is