






Í kvöld spilaði ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna
þegar liðið fékk Fylki
í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Búist var við hörkuleik enda Skagastelpur í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar á meðan Fylkir var í botnbaráttu Pepsi Max-deildarinnar.
Bæði lið mættu ákveðin til leiks og mikil barátta var í leiknum. Marktækifæri voru á báða bóga en Fylkir fékk töluvert hættulegri færi í leiknum. Jafnræði var á milli liðanna framan af leik en þegar á leið hrundi leikur ÍA og Fylkir gekk á lagið. Fylkir vann leikinn 6-0 og er komið áfram í bikarnum.
Skagastelpur voru samt mjög óánægðar með dómgæsluna í leiknum því ÍA hefði átt að fá tvær vítaspyrnur, á mikilvægum augnablikum þar sem mark hefði komið liðinu inn í leikinn. Mistök dómara eru mjög dýrkeypt fyrir ungt lið eins og ÍA þegar hvert mark telur eins og var í þessum leik.
Næsti leikur ÍA er við Aftureldingu
sem fram fer föstudaginn 12. júlí nk. Leiknum við Augnablik
sem fara átti fram í næstu viku hefur verið frestað.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is