






Í dag spilaði ÍA í Pepsi Max-deild karla
þegar liðið fékk Fylki
í heimsókn.
Um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem Skagamenn börðust um hvern bolta og voru mjög skipulagðir í sínum leik. Bæði lið fengu sín marktækifæri í leiknum en Skagamenn voru heilt yfir sterkari aðilinn og unnu að lokum verðskuldaðan 2-0 sigur. Mörk ÍA gerðu Tryggvi Hrafn Haraldsson
eftir sendingu frá Herði Inga Gunnarssyni
og Viktor Jónsson
eftir sendingu frá Alberti Hafsteinssyni
.
Eftir frekar dapurt gengi í síðustu leikjum fengus þrjú dýrmæt stig í dag og er ekki úr vegi að hrósa strákunum
og þjálfurum
liðsins
fyrir vel skipulagðan leik. Einnig er full ástæða til að þakka þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu til að styðja strákana í þessum leik en 1006 áhorfendur mættu á völlinn sem er ágæt mæting.
Næsti leikur ÍA er gegn Grindavík
sem fer fram mánudaginn 15. júlí nk.
Hér að neðan má sjá Albert Hafsteinsson
, sem valinn var maður leiksins, og Hjálm Dór Hjálmsson
stjórnarmann KFÍA.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is