






Kæru vinir
Meistaraflokkar karla og kvenna í knattspyrnu hjá ÍA hafa byrjað keppnistímabilið 2019 af miklum krafti. Liðin hafa barist hetjulega á vellinum og leikmenn hafa öðlast mikla reynslu sem er mikilvægt veganesti í næstu leiki.
Sama má segja um þjálfarateymin sem hafa sýnt mikinn dugnað, metnað og fagmennsku. Staðreyndin er sú að bæði meistaraflokksliðin okkar eru í toppbaráttu í sínum deildum en sú barátta er hörð og það er skammt á milli hláturs og gráturs.
Þrátt fyrir velgengni þá hefur blásið á móti í síðustu leikjum hjá strákunum okkar í meistaraflokki eftir ótrúlega kraftmikla byrjun. Á þeim tímapunkti langar mig að hvetja alla stuðningsmenn ÍA að muna að ef lið þarf einhvern tímann á stuðningsmönnum að halda þá er það þegar á móti blæs.
Ég vil líka minna leikmenn á að þakka stuðningsmönnum fyrir stuðninginn þegar leikir tapast og að sýna andstæðingum okkar og dómurum ávallt virðingu auk allra starfsmanna og sjálfboðaliða sem koma að framkvæmd leikja. Án starfsmanna og sjálfboðaliða væru engir knattspyrnuleikir.
Látum tímabundinn mótvind þjappa ÍA fólki saman og munum að í mótvindi felast tækifæri ef rétt er haldið á spöðunum. Jafnvel stórar flugvélar taka á loft á móti vindi.
Verum gul og glöð, áfram ÍA !
Magnús Guðmundsson
formaður Knattspyrnufélags ÍA
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is