






Í dag lýkur viðburðaríku Norðurálsmóti
eftir skemmtilega helgi þar sem um 1500 iðkendur í 7. flokk karla
og þúsundir aðstandenda þeirra komu saman til að taka þátt í og fylgjast með mótinu.
Veðrið hefur leikið við mótsgesti og hefur margt verið gert svo strákarnir geti farið með góðar minningar um skemmtilegt mót á Akranesi
. Má þar nefna fasta liði eins og skrúðgöngu, liðsmyndatökur, sund, grill að ógleymdri kvöldskemmtun þar sem Frikki Dór
og Jón Jónsson
skemmtu öllum eins og þeim er einum lagið.
Við hjá KFÍA viljum þakka félögunum sem tóku þátt, strákunum sem lögðu sig alla fram á vellinum og aðstandendum þeirra fyrir komuna á Akranes
sem og öllum þeim sjálfboðaliðum
sem gerðu okkur kleift að halda Norðurálsmótið
eitt enn árið. Það eru fjölmargar hendur sem koma að skipulagningu móts sem þessa og án okkar félagsmanna væri það ekki mögulegt.
Að endingu óskum við strákunum, aðstandendum þeirra og öðrum gestum sem komu á Akranes þessa helgi góðrar heimferðar og vonandi sjáum við sem flesta á næsta ári.
Með góðri Skagakveðju
Stjórn og sjálfboðaliðar KFÍA
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is