Geir Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) og tekur hann við starfinu af Sigurði Þór Sigursteinssyni. Geir hefur áratuga reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri KR auka þess að starfa sem þjálfari yngri flokka og dómari. Geir var framkvæmdastjóri Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) frá 1997-2007 og formaður KSÍ 2007-2017. Hann hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu UEFA frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA frá 2007. Undanfarið hefur Geir sinnt sérstökum verkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu og Alþjóða knattspyrnu-sambandið.
„ Eftir áhugaverð störf að knattspyrnumálum utan Íslands er gott að vera kominn aftur í íslenska boltann. Knattspyrnufélag ÍA er leiðandi félag í íslenskri knattspyrnu sem stefnir á toppinn. Ég hlakka til að takast á við krefjandi áskoranir í góðu samtarfi við félagsmenn og stuðningsmenn ÍA “ segir Geir Þorsteinsson um nýtt verkefni sitt sem framkvæmdstjóri Knattspyrnufélags ÍA.
Stjórn KFÍA vill þakka Sigurði Þór Sigursteinssyni fyrir hans frábæra starf fyrir félagið og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Sigurður Þór hefur látið til sín taka hjá félaginu svo eftir verður tekið til komandi ára.
Akranesi 21. mars 2020
Stjórn Knattspyrnufélags ÍA
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is