Í ljósi nýrra aðstæðna í öllu íþróttastarfi þá er ljóst að það verða ekki venjulegar æfingar sem KFÍA getum boðið uppá næstu vikurnar.
Við hjá KFIA muna halda áfram að senda út heimaæfingar og verkefni í gegnum Sportabler sem okkar iðkendur geta gert heima. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að hjálpa okkur að miðla æfingum til krakkana og hvetja þau áfram.
Ef iðkendur vilja fá ráð eða hafa einhverjar spurningar til þjálfara þá ekki hika við að hafa samband við þá.
Hér að neðan er sameiginleg tilkynning sem barst frá ÍA og Akraneskaupstað þann 20.mars.
Tilkynning frá Akraneskaupstað og ÍA
Þann 20. mars sl. bárust yfirlýsingar frá heilbrigðisráðuneyti í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá ÍSÍ og UMFÍ varðandi íþróttastarfsemi á landinu á meðan á farsótt stendur.
Akraneskaupstaður og ÍA vilja að öllu leyti fara að tilmælum þessara aðila og sóttvarnarlæknis og því mun formlegt íþróttastarf á Akranesi falla niður um óákveðinn tíma.
Tilkynningu ÍSÍ og UMFÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ http://isi.is/frettir/frett/2020/03/20/Allt-ithrottastarf-fellur-nidur/ en í henni kemur m.a. fram að:
Að teknu tilliti til þessara tilmæla sjá Akraneskaupastaður og ÍA, f.h. aðildarfélaga sinna sér ekki fært annað en að fella niður ótímabundið, allt formlegt íþróttastarf á Akranesi.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is