






Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA 2022 fór fram á Jaðarsbökkum fimmtudaginn 17. febrúar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru veittar heiðursviðurkenningar. Gullmerki fengu Benedikt Valtýsson og Kristín Aðalsteinsdóttir en heiðurmerki fengu Alexander Högnason, Margrét Ákadótttir, Steindóra Steinsdóttir og Sævar Freyr Þráinsson.
Stjórn félagsins er óbreytt nema hvað Valdís Eyjólfsdóttir
var kjörin ný í stjórn en eitt sæti hafði losnað á starfsárinu. Þá voru kosin
ný í Barna- og unglingaráð þau Anna María Þórðardóttir, Berta Ellertsdóttir og
Þorsteinn Gíslason. Jófríður María Guðlaugsdóttir, Ólafur Arnar Friðriksson og
Kári Steinn Reynisson gáfu ekki kost á sér áfram til setu í ráðinu og voru þeim
þökkuð góð störf fyrir félagið.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is