






Íslandsbanki hefur framlengt styrktarsamning við Knattspyrnufélag ÍA til tveggja ára og verður
bankinn áfram viðskiptabanki félagsins auk þess að styðja með öflugum hætti starfsemi félagsins,
meistaraflokka og yngri flokka. Í samningi aðila er lögð áhersla á fagmennsku í starfi Knattspyrnufélags
ÍA, s.s. í uppeldis-, jafnréttis- og forvarnarmálum. Viðstaddar undirritun samningsins voru þjálfara
meistara-, 2. og 3. flokks kvenna, þær Magnea Guðlaugsdóttir, Aldís Ylfa Heimisdóttir og Jaclyn
Poucel Árnason. Sú staðreynd að konur fari með öll þessi störf, sem eru fátítt í knattspyrnunni,
endurspeglar vel áherslur Knattspyrnufélags ÍA. Það er hluti samningsins að keppnisbúnaður
félagsins beri merki Íslandsbanka.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is