






Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn fimmtudaginn 17. febrúar nk. kl. 20 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem finna má á heimasíðunni.
Stjórn Knattspyrnufélags ÍA samþykkti ársreikning félagsins á stjórnarfundi 10. febrúar sl. og má finna slóð á hann hér að neðan. Ársreikningurinn verður borinn upp til samþykktar á aðalfundi sem og meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árið 2022. Þá er einnig birt ársskýrsla Knattspyrnufélags ÍA fyrir starfsárið 2021. Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum.
Jafnvægi var að mestu í rekstri Knattspyrnufélags ÍA á starfsárinu en þó varð tap á hefðbundinn starfsemi sem nam tæpum 23 m.kr. (2021: 24,5 m.kr.). Með tekjum af samningum um sölu leikmanna varð hins vegar jákvæð niðurstaða á rekstrinu sem nam 18,7 m.kr. (2021: 2,7 m.kr.). Rekstrartekjur af hefðbundinni starfsemi voru rúmar 223 m.kr. (2021: 183 m.kr.) en rekstrargjöld rúmar 246 m.kr. (2021: 207,5 m.kr.). Hagnaður vegna samninga um sölu á leikmönnum var 41,5 mkr. (2021: 27,5 m.kr.) sem þýðir eins og áður sagði jákvæða niðurstöðu ársins upp á 18,7 m.kr.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is