Vorhreinsun ÍA og Akraneskaupstðar á Umhverfisdegi 25.apríl

Hlini Baldursson • April 24, 2020

Góðan daginn kæru ÍA félagar

Þó formlegt íþróttastarf liggi nú niðri þá eru ýmis verkefni sem hægt er að vinna, bara með öðrum hætti en áður. Eitt þeirra verkefna er umhverfisdagur ÍA og Akraneskaupstaðar á degi umhverfisins 25. apríl nk.

Líkt og undanfarin ár ætlar ÍA í samvinnu við Akraneskaupstað að taka þátt og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju laugardaginn 25. apríl.

Þátttakan er ekki bundin við iðkendur heldur geta foreldrar og systkini tekið til hendinni og unnið sameiginlegt samfélagsverkefni og stutt um leið við sitt félag.

Veðurspáin er góð þannig að allt stefnir í flottan viðburð.

Helstu atriði fyrir 25. apríl:

·Hver og einn fer út að plokka þegar honum hentar þann 25. apríl og sér um að skaffa ruslapoka, hanska og plokkstöng ef hún er til.

  • Plokkað er á opnum svæðum og svæðum í umsjón Akraneskaupstaðar, ekki einkalóðum.
  • Verið í gulum vestum eða áberandi klædd og gott að vera með ÍA húfu 😊
  • Ekki þarf að flokka, bara plokka og skila í grenndargám fyrir „ Flokkað rusl “ en Terra sér um að flokka. Sjá kort hér: https://www.akranes.is/static/news/lg/akranes-plokkar.png
  • Gætið fyllstu varúðar og brýnið fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða ia@ia.is svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Virðið samkomubannið og gætið að tveggja metra reglunni.
  • Takið mynd af ykkur, setjið á Instagram og merkið hana með #iaplokk
  • Þegar þið hafið lokið við að týna rusl sendið þið póst til ykkar félags með upplýsingum um það hve margir fóru að týna rusl. Aðildarfélög ÍA senda svo fjöldatölur þátttakenda frá hverju félagi til Íþróttabandalagsins.

Hverju félagi hefur verið úthlutað ákveðið svæði en svæðaskiptingin er ekki heilög. Ef svæði klárast þá er bara að færa sig þangað sem rusl er. Það er hins vegar eins og í íþróttunum, maður gerir bara sitt besta og í þessu er reyndar aðalatriðið að vera með J

Hér má sjá svæðaskiptinguna

Hér má sjá hvar hverfisgámarnir verða staðsettir.

Ykkur er líka velkomið að skilja ykkar poka eftir í stórum hrúgum en þá er nauðsynlegt að senda upplýsingar um staðsetningu ruslahrúgu eða þungra hluta með mynd á ia@ia.is . Starfsmenn Akraneskaupstaðar munu þá sækja ruslið.

Nú er frábært tækifæri til að skerpa liðsandann í lok samkomubanns, hreinsa bæinn okkar og fagna vorinu á Akranesi J

Áfram ÍA og Akranes!

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Framkvæmdastjóri ÍA

Sími: 8675602 – www.ia.is

By Sverrir Már Smárason November 12, 2025
Fyrri hluti aðalfundar KFÍA fyrir árið 2025 fór fram í gær, 11. nóvember. Fín mæting var á fundinn þar sem dagskrá var eftirfarandi: - Kosning fundarstjóra og fundarritara​ - Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins​ - Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn.​ - Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil​ - Formaður barna- og unglingaráðs fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins​ - Önnur mál. Breytingar verða á stjórn Barna- og unglingaráðs. Þar kveðja Örn Arnarson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. KFÍA þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Í stað þeirra koma inn í ráðið Laufey Jóhannsdóttir og Svava Mjöll Viðarsdóttir. Barna- og unglingaráð félagsins: Anna María Þórðardóttir – formaður Arna Björk Ómarsdóttir, ritari Almar Viðarsson Eggert Kári Karlsson Laufey Jóhannsdóttir Ólafur Valur Valdimarsson Svava Mjöll Viðarsdóttir Aðalstjórn félagsins helst óbreytt og er eftirfarandi: Eggert Herbertsson – formaður Linda Dagmar Hallfreðsdóttir - varaformaður Lilja Gunnarsdóttir - ritari Anna María Þórðardóttir – formaður Barna- og unglingaráðs Ármann Smári Björnsson Ellert Jón Björnsson Jóhannes H. Smárason Lára Dóra Valdimarsdóttir Sturlaugur Haraldsson  Að auki fékk Ingi Þór Sigurðsson viðurkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir félagið en hann náði þeim áfanga á tímabilinu.
By Sverrir Már Smárason October 21, 2025
Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20:00
By Sverrir Már Smárason May 29, 2025
Sumartafla KFÍA tekur gildi 10. júní og sumarstarfið fer á fullt!
By Páll Guðmundur Ásgeirsson April 25, 2025
Félagsfundur um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar síðastliðnum var samþykkt að boða til sérstaks félagsfundar um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 29. apríl kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Ávarp stjórnar KFÍA 2. Ávarp formanns bæjarráðs 3. Samantekt áhugahóps um íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. 4. Umræður og fyrirspurnir
By Sverrir Már Smárason February 20, 2025
Friðþjófur Helgason, Magnea Guðlaugsdóttir og Halldór Fr. Jónsson.
By Ingimar Elí Hlynsson February 13, 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem finna má á heimasíðunni. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA samþykkti ársreikning félagsins á stjórnarfundi 11. febrúar sl. og má finna slóð á hann hér að neðan. Ársreikningurinn verður borinn upp til samþykktar á aðalfundi sem og meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árið 2025. Þá er einnig birt ársskýrsla Knattspyrnufélags ÍA fyrir starfsárið 2024. Ársskýrsla 2024 Ársreikningur 2024 til samþykktar á aðalfundi Rekstraráætlun 2025
By Sverrir Már Smárason February 5, 2025
Mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20 í hátíðarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
By Páll Guðmundur Ásgeirsson January 8, 2025
Hér að neðan sjást vinningsnúmer í Happdrættinu
By Páll Guðmundur Ásgeirsson December 16, 2024
Jólahappdrætti Knattspyrnufélags ÍA er farið af stað! Sögulegt verðmæti vinninga er 2.704.398kr. Samtals verður dregið um 60 vinninga, 30 frábærir stakir vinningar og 30 veglegir pakkavinningar. Miðinn kostar litlar 2.500 kr og það er til mikils að vinna. Dregið úr seldum miðum á þrettándanum, 6. Janúar 2025. Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram ÍA Hér má sjá uppfærða vinningaskrá!
By Páll Guðmundur Ásgeirsson October 29, 2024
Á aðalfundi félagsins í febrúar var tekin ákvörðun um að halda aðalfund í tvennu lagi, fyrri hluta aðalfundar fyrir 15. nóvember ár hvert og síðari hluta aðalfundar fyrir 20. febrúar ár hvert. Fyrri hluti aðalfundar Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 20 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem má sjá á heimasíðu félagsins og er þessi: Kosning fundarstjóra og fundarritara​ Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins​ Kosning formanns stjórnar (annað hvert ár).​ (Kosning í ár) Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára sömu ár og formaður stjórnar er kosinn ,en þriggja manna auk formanns barna- og unglingaráðs þau ár sem formaður stjórnar er ekki kosinn.​ (Kosið um fjóra í stjórn og um formann barna- og unglingaráðs þar sem formaður er að taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins) Kosning formanns barna- og unglingaráðs (annað hvert ár).​ Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn. ​ (kosið um þrjá í ráðið, eingöngu verið að kjósa formann vegna breytinga) Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil​ Formaður barna- og unglingaráðs/Yfirþjálfari yngriflokka fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins​ Önnur mál.​ Að loknum fyrri hluta aðalfundar skal aðalfundi frestað til síðari hluta hans.
Show More