






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið heimsótti FH
á Kaplakrikavöll. FH var að berjast á toppi deildarinnar á meðan ÍA var í hörkubaráttu í neðri hlutanum svo ljóst var að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir í leiknum.
Liðin mættu ákveðin til leiks og töluverð barátta var í leiknum. FH skapaði sér nokkur álitleg færi og skoruðu mark í fyrri hálfleik. Skagastelpur fengu fá marktækifæri en úr einu slíku skoraði Bryndís Rún Þórólfsdóttir
eftir atgang í vörn FH eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks.
Gæði FH komu svo fram eftir því sem leið á leikinn og skoraði liðið tvö mörk. ÍA náði ekki að koma boltanum í markið þrátt fyrir góða baráttu og nokkur hálffæri. FH vann því leikinn 3-1.
Næsti leikur ÍA er við Fjölni
en leikurinn fer fram á þriðjudaginn í næstu viku.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is