






Í kvöld spilaði ÍA í Inkasso-deild kvenna
þegar liðið fékk Augnablik
í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Bæði lið voru að berjast við að halda sér í efri hluta deildarinnar og því var búist við hörkuleik.
Bæði lið mættu ákveðin til leiks og töluverð barátta var í leiknum. Marktækifæri voru á báða bóga en Augnablik fékk ágæt færi og náði að ógna marki ÍA nokkuð. ÍA skapaði sér ekki mörg færi en Róberta Lilja Ísólfsdóttir
átti hörkuskot í stöngina. Augnablik náði á endanum að vinna 1-0 sigur.
Skagastelpur gerðu þó tilkall til þess að fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Augnabliks. Dómari leiksins var þó ekki á sama máli en þar hefði ÍA átt möguleika á að jafna leikinn og fá eitt stig.
Næsti leikur ÍA er við Tindastól
í deildinni en leikurinn fer fram á föstudaginn.
Maður leiksins var valinn Erla Karitas Jóhannesdóttir
en viðurkenninguna afhenti Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is