By Páll Guðmundur Ásgeirsson
•
January 6, 2026
Skráning iðkenda fyrir árið 2026 er hafin Skráning fyrir komandi tímabil er nú opin í Abler. Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til að ganga frá skráningu sem fyrst. Viðbótarþjónusta við eldri flokkana Í 2. , 3. og 4. flokki, drengja og stúlkna, geta iðkendur nú skráð sig í viðbótar styrktarþjálfun einu sinni í viku með styrktarþjálfurum félagins. Tvö tímabil verða í boði: Annars vegar Janúar-Maí 2026 og hins vegar September-Desember 2026. Athugið að áfram verður grunn styrktar- og þolþjálfun fyrir 3. og 2. flokk, drengja og stúlkna, undir handleiðslu þjálfara flokkanna tvisvar sinnum í viku Keppnistreyja 26/27 nú innifalin í æfingagjöldum Allir iðkendur í 7. flokki og eldri eiga nú rétt á einni keppnistreyju, merktri iðkanda, annað hvert ár. Keppnistreyju fá iðkendur á því ári sem ný keppnistreyja er gefin út en hitt árið fá iðkendur ÍA-peysu líkt og verið hefur. Bæði treyjan og peysan eru innifaldar í æfingagjöldum. Æfingar 8. flokks á leikskólatíma halda áfram Það gleður okkur afar mikið að segja frá því að þróunarverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi varðandi æfingar leikskólabarna á leikskólatíma heldur áfram eftir áramót. Alls tóku um 150 krakkar á aldrinum 4–5 ára þátt í æfingunum, eða þrír af hverjum fjórum börnum í þessum árgöngum á Akranesi. Algjörlega magnað og frábær þátttaka. Þjálfarateymi yngri flokka: Nýr yfirþjálfari 5. flokks og yngri (drengja og stúlkna) er Gísli Freyr Brynjarsson. Aron Ýmir Pétursson mun leiða þjálfun 11 manna bolta drengja og Skarphéðinn Magnússon mun leiða þjálfun 11 manna bolta stúlkna. Uppfærð æfingatafla er nú aðgengileg á heimasíðu KFÍA undir síðunni “Yngri flokkar”. Hér er hægt að skoða framboð æfinga á Abler: www.abler.io/shop/kfia