






Í dag spilaði ÍA í Pepsi Max deild karla
þegar liðið heimsótti KA
á Akureyrarvöll.
Bæði lið fengu sín marktækifæri og mikil barátta var í leiknum. Skagamenn skoruðu snemma í fyrri hálfleik þegar Viktor Jónsson
skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Stefáni Teiti Þórðarsyni
. KA náði svo að jafna leikinn í seinni hálfleik. Heimamenn voru meira með boltann í leiknum án þess að skapa sér mjög hættuleg færi gegn þéttri vörn ÍA.
Skagamenn áttu svo ágætar skyndisóknir í leiknum en náðu ekki að nýta þær þrátt fyrir góða möguleika. Leikurinn endaði þannig með 1-1 jafntefli. Strákarnir náðu góðu stigi á útivelli og eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig.
Næsti leikur ÍA er við Val
sem fram fer á Norðurálsvelli á sunnudaginn í næstu viku.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is