






Nýlega skrifuðu fjórir ungir leikmenn undir samning hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Þetta eru þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson
, Gísli Laxdal Unnarsson
, Marteinn Theodórsson
og Brynjar Snær Pálsson
. Þessir strákar hafa verið lykilleikmenn í 2.flokk félagsins, sem hefur verið íslandsmeistari síðustu tvö tímabil.
Sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og hefur leikið 10 leiki með meistaraflokki og þar af einn í Pepsi Max deildinni. Hann á einnig 7 leiki með Kára. Gísli Laxdal Unnarsson er fæddur árið 2001 og hefur leikið 2 leiki með Kára í 2.deild og einnig 3 leiki með Skallagrím í 3.deild. Marteinn Theodórsson er fæddur árið 2001 og hefur leikið 2 leiki með Kára í 2.deild og 23 leiki með Skallagrím í 3. og 4.deild. Brynjar Snær Pálsson hefur leikið 27 leiki með með meistaraflokk ÍA, Kára og Skallagríms. Þar af er einn leikur í Pepi Max deildinni og 14 leikir með Kára í 2.deild.
Þetta eru framtíðarleikmenn og hafa staðið sig frábærlega með 2.flokk félagsins. Þeir skrifuðu allir undir samning til ársins 2021.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is