






Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA fyrir börn fædd 2008 - 2014. Skólastjóri verður Aron Ýmir Péturssson og honum innan handar verða þjálfarar félagsins. Leikmenn Mfl.kk/kvk munu koma og miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt.erða þjálfarar félagsins.
Meginmarkmiðið er að börn læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann hjá hverjum iðkanda. Unnið verður eftir því að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska. Knattspyrnuskólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.
Iðkendur geta mætt kl.09:00 í Akraneshöll þar sem þjálfari tekur á móti börnunum og það verður frjáls tími í höllinni. Knattspyrnuskólinn hefst kl.10:00 á æfingasvæði ÍA. Kennt er alla virka daga frá kl.10:00 – 12:00.
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu, auk þess sem leynigestir kíkja í heimsókn.
Börnin þurfa að taka með sér nesti og vatn í brúsa.
Alls verða fjórar vikur í boði í sumar og eru það eftirfarandi vikur:
Verðskrá
Þátttökugjald á námskeiðunum eru sem hér segir:
Verð fyrir námskeið* 6.500kr (5 dagar). Gæsla innifalin í verði frá kl.9.00.
*10% afsláttur af vikum 1-3 eða 4-6. Ef iðkandi fer á öll námskeiðin þá kostar það 29.000 kr
Skráning og greiðslufyrirkomulag
Skráning fer fram í gegnum Sportabler appið eða https://www.sportabler.com/shop/kfia
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is