






Knattspyrnufélag ÍA hefur gert samning við hinn unga og efnilega Guðmund Tyrfingsson um að leika með liðinu næstu tvö árin, eða út leiktímabilið 2022 Guðmundur er fæddur árið 2003 og er uppalinn hjá Selfossi. Hann hefur spilað 32 leiki með meistaraflokki Selfoss í deild og bikar og skoraði í þeim 8 mörk. Hann á að baki sex landsleiki með U16 ára landsliði Íslands ,9 með U17 ára og tvo með U18 landsliðinu.ÍA fagnar komu Guðmundar til félagsins. „Það er mjög jákvætt að fá Guðmund til félagsins. Guðmundur er ungur og efnilegur leikmaður sem passar vel inn í okkar uppbyggingu. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta og það er það sem við leitum að í leikmönnum hér á Skaganum, svo hann á bara eftir að vaxa og dafna og gera frábæra hluti í framtíðinni. Hann á framtíðina fyrir sér,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Við óskum Guðmundi til hamingju að vera kominn í ÍA og tökum vel á móti honum.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is