






2. flokkur karla
lék í kvöld seinni leik sinn í annarri umferð Unglingadeildar UEFA
við Derby County á Pride Park vellinum í Englandi, en fyrri leikurinn hafði endað með 2-1 sigri Derby á Víkingsvelli.
Um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem gæði leikmanna Derby komu í ljós í fyrri hálfleik en þá skoruðu þeir þrjú mörk og áttu fleiri góð færi. Skagamenn komust mikið betur í takt við leikinn í seinni hálfleik og skapa sér markverð færi. Derby bætti einu marki við en ÍA fékk vítaspyrnu þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn þegar brotið var á Eyþóri Aron Wöhler
. Úr spyrnunni skoraði Sigurður Hrannar Þorsteinsson
af öryggi.
Fátt markvert gerðist eftir þetta og Derby vann leikinn 4-1 og samanlagt 6-2. Þar með eru strákarnir fallnir úr Unglingadeild UEFA í þetta sinn en þeir spila einnig í keppninni á næsta tímabili sem Íslandsmeistarar í ár.
Árangur strákanna hefur verið framúrskarandi á árinu og að komast í aðra umferð keppninnar var nokkuð sem öðru íslensku liði hafði ekki tekist áður. Að slá út mótherja sinni í fyrstu umferð samanlagt 16-0 var svo afrek sem seint verður slegið.
Við óskum strákunum til hamingju með frábæran árangur í sumar sem og í Unglingadeild UEFA. Þetta er reynsla sem þeir munu njóta góðs af á komandi árum.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is